Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

01.07.2008 03:00

Austurríki

Jæja gott fólk þá erum við fjölskyldan komin frá Austurríki.  Ferðin var frábær og veðrið lék við okkur.  Það má líka segja að Björg Ólöf, Armin, Jóhann Örn, Andri Hjörfar og Kristjón Benedikt hafi leikið við okkur því að koma til þeirra var frábært og þau fóru með okkur í nokkrar ferðir og sýndu okkur landið.  Þeirra hluti í að gera þessa ferð ógleymanlega fyrir okkur verður sein hægt að fullþakka en þau eru höfðingjar heima að sækja og heimili þeirra er yndislegt.  Björg Ólöf og Armin við þökkum ykkur fyrir okkur og þið getið bókað að við komum aftur og það verður ekkert mjög langt þangað til.
Ljósmyndir úr þessari ferð urðu 982 en hér á síðunni er bara sýnishorn.  Myndirnar eru í möppu sem heitir Austurríki 2008.  Vona að þið upplifið hluta af þessu frábæra landslagi og landi sem við heimsóttum.  Síðar mun ég setja inn einhvern texta við myndirnar til að þið vitið hvar þær eru teknar.  Að lokum þá mæli ég með að þið farið öll til Austurríkis og skoðið þetta frábærlega fallega land.  Svo ég vitni í Elfu Dögg þá sagði hún að "Það væri allt fallegt í Austurríki nema kindurnar".  Á einhversstaðar mynd af kind en hún var ekki góð svo hún fór ekki þarna inn en fyrir ykkur sem viljið vita þá eru þessar kindur með löng lafandi eyru.  Hér er ein mynd sem sýnir smá af þessu frábæra landi.  Nú fer ég til Húsavíkur í tvo mánuði og mun reyna að halda áfram að setja inn myndir þaðan.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 43
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 810
Gestir í gær: 163
Samtals flettingar: 326097
Samtals gestir: 31300
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 02:25:57