Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

24.07.2008 12:22

Sænskir dagar og Mærudagar á Húsavík

Nú hafa staðið yfir sænskir dagar á Húsavík og í dag hefjast Mærudagar.  Fyrir ykkur sem ekki vitið þá er talað um að orðið mæra sé sér Húsvískt orð yfir salgæti.  Þegar mærudagar fóru fyrst af stað og þetta orð var valið þá var verið að hugsa um allskonar mæru, mæru fyrir allan líkamann ekki bara magann.  Ég hef verið á bryggjunni tvo síðustu daga að taka myndir.  Það hafur verið siglingaklúbbur á sænskum dögum og ég myndaði þar, þá eru hér trillur svona uppá gamal móðinn og var þeim siglt með seglum, þá er það seglskútan Activ London en ég hef að sjálfsögðu tekið nokkrar myndir af henni svona til gamans, sá tvo áhafnarmeðlimi klifra upp í mastrið.  Svo af sjálfsögðu hef ég tekið einhverjar myndir af Elínu Pálsdóttur en aðrir fjölskyldumeðlimir hafna myndatökum.  Þá hef ég náð nokkrum myndum af Húsvíkingum en læt duga að setja þær inn í möppuna, Húsavík og nágrenni, en færi þær síðan á réttan stað síðar.


Elín Pálsdóttir, stórfrænka mín. 
Myndin er tekin 16. júlí 2008 við Höfðabrekku á Húsavík.


Myndin er tekin 23. júlí 2008 við Húsavíkurhöfn.


Hér sjást skipverjarnir tveir hátt uppi í mastrinu.  Myndin er tekin 22. júlí 2008.  Fleiri myndir eru af þessum tveimur stúlkum, já ég sagði stúlkum í möppunni.


Hreidda fannst þessi ís mjög góður eins og sjá má.  Myndin tekin 23. júlí 2008.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 1
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 1020
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 333662
Samtals gestir: 31677
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 00:22:50