Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

16.04.2012 22:48

Gustur SH 11

5714 Gustur SH 11
Smíðaður í Hafnarfirði 1976.  Eik og fura.  5,07 brl. 50 ha. Tempest B.M.C. vél árg. 1975.
Báturinn hét Gylfi BA 18.  Eigandi Númi Einarsson Patreksfirði, frá 2. febrúar 1976.  Númi seldi bátinn 6. janúar 1985 Aðalsteini G. Þ. Gíslasýni, Patreksfirði, sama nafn og núemr.  Seldur 24. október 1990 Erling Ormssyni, Hafnarfirði, hét Gylfi GK 176.  Seldur 22. ágúst 1991 Karli K. Þórðarsyni, Bessastaðahreppi, hét Gylfi HF 63.  Seldur 17. desember 1996 Sæmundi Þórðarsyni á Stóru-Vatnsleysu.  Báturinn heir Gullskór GK 160 og er skráður á Stóru-Vatnsleyfu 1997.

Þó get ég séð á mynd að báturinn bar númerið SH 117 skv. ljósmynd hjá Arnbirni Eiríkssyni.  Í dag, 07. apríl 2012 heitir báturinn Gustur SH 11 og er verið að lagfæra hann í Grundarfirði.  Búið er að negla hann eitthvað upp svo eitthvað sé nefnt.

Meira síðar.........................


5714 Gustur SH 11 í Grundarfirði, 07. apríl 2012

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 1647
Gestir í dag: 73
Flettingar í gær: 1314
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 364853
Samtals gestir: 34975
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 17:55:56