Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

25.12.2009 23:30

Tónleikar 19. desember 2009

Ég skrapp á tvenna tónleika 19. desember 2009.  Annars vegar voru það tónleikar í Háskólabíói með Sinfoníuhljómsveitinni.  Á undan tónleikunum þ.e. þegar gestir gengu inn þá spiluðu nemendur Allegro Suzuki tónlistarskólans nokkur jólalög.  Í þeim hópi var dóttir mín.  Á tónleikunum sjálfum var Halldóra Geirharðsdóttir kynnir sem hin yndislega Barbara trúður.  Þarna kom gestur og flutti söguna um snjókarlinn sem lifnaði við og lék það líka, það var engin annar en Páll Óskar.  Hér fyrir neðan má sjá Pál Óskar á sviðinu.  Barbara trúður sagði hann vera eins og jólakúlu en Páll Óskar kvaðst frekar vera eins og jólastjarna og pósaði.  Ég hafði gaman af þessum tónleikum og krakkarnir stóðu sig frábærlega.  Simfó og Páll Óskar stóðu sig líka ágætlega:-)  Fleiri myndir frá þessum tónleikum í albúmi.


Páll Óskar "jólastjarna"


Páll Óskar leikur snjókarlinn á mótorhjóli

Hinir tónleikarnir sem ég fór á voru í Lindakirkju í Kópavogi.  Þar hélt Regína Óska jólatónleika og fékk aðstoð stúlknakórs Víðistaðakirkju.  Í þeim kór er Elín Hanna dóttir mín.  Frábærir tónleikar.  Tónleikarnir voru svo endurteknir þann 20. desember 2009 í Víðistaðakirkju.  Ég fór þangað líka og þá tók ég upp á vídeóvélina mína.  Fleiri myndir frá þessum tónleikum í albúmi.


Regína Ósk í Lindakirkju í Kópavogi 19. desember 2009


Regína Ósk og Stúlknakór Víðistaðakirkju, 19. desember 2009


Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 353
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 299
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 332994
Samtals gestir: 31597
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 04:16:23