Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

22.12.2009 08:54

5493 Árni ÞH 127

5493 Árni ÞH 127, tæplega 6 tonna línubátur sem var smíðaður 1961 í skipasmíðastöð Svavars Þorsteinssonar úr furu og eik.  Bragi Sigurðsson eigandi bátsins gerir hann út á Húsavík.  Bragi og Sigurður bróðir hans keyptu bátinn út Flatey árið 1970.  Þeir gerðu bátinn út til ársins 1983 er þeir lögðu honum og keyptu sex tonna dekkbát frá Norðfirði.  Þeir seldu þann bát árið 1985 og lét Bragi endurbyggja eldri bátinn og hefur gert hann út síðan.

Önnur nöfn:  Samkvæmt upplýsingum úr Eyfirskri skipaskrá kemur fram að upphaflega hafi báturinn fengið nafnið Hafræna EA 42, hafi hann verið afturbyggður súðbyrðingur með lúkar, smíðaður fyrir Baldvin Ásmundsson og Heiðar Rafn Baldursson, Árskógsandi en þeir áttu bátinn í tæpt ár.  Í febrúar 1963 fékk báturinn nafnið Bára ÞH 127 gerður út frá Flatey.  1982 fékk báturinn nafnið Árni ÞH 227 sem síðan var aftur breytt 1985 í Árni ÞH 127.

Heimildir:
Aflafréttir: http://aflafrettir.123.is/blog/record/278041/ 
Eyfirsk skipaskrá: http://www.aba.is/Default.aspx?modID=1&id=44&vId=75&img=1097 hér má lesa allt um skipasmiðinn Sigurgeir Svavar Þorsteinsson, bátana sem hann smíðaði og þá má sjá eitthvað af myndum af bátunum.
Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar: http://skipamyndir.123.is/blog/record/398521/ sem segir sínar heimildir vera úr Sögu Húsavíkur.


5493 Árni ÞH 127

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 417
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 1021
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 311822
Samtals gestir: 29927
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 07:58:33