Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

20.07.2013 22:05

Sorgarfréttir :(

Langar að segja ykkur smá sorgarfréttir. Alla vegna eru þetta sorgarfréttir fyrir mig.  Myndavélin mín, Canon 20D gafst upp í Flatey.  Ég hafði þá náð að taka rúmlega 1200 myndir.  Ég hringdi og kannaði með viðgerð og það er tvennt sem kemur til greina, lokarinn ónýtur eða móðurborðið.  Einhver kostnaður var mér sagt og varla að það borgi sig að gera við svona gamla vél.
Ég var búinn að vera að kljást við ónýta kitlinsu.  Þannig að nú eru enn tveir kostir, láta gera við myndavélina eða henda henni.  Svona heldur þetta áfram, alltaf tveir kostir.

Nú stíg ég nokkur ár aftur í tímann og tek upp gömlu Fuji FinePix vélina þar til ég fæ nýja gamla vél, nú eða hreinlega nýja vél.  Þetta gæti tekið tíma en svona er það bara.  Verst að peningar vaxa ekki á trjánum.


Canon 20D, blessuð sé minning hennar.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 1822
Gestir í dag: 75
Flettingar í gær: 1314
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 365028
Samtals gestir: 34977
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 19:26:12