Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

21.07.2013 11:08

Brauðkríur

Kríuvarp hefur verið með lélegasta móti víða um land undanfarin ár.  Þetta er alla vegna staðreyndin í Flatey á Breiðafirði.  Mér hefur sýnst að undanfarin ár hafi lítið af ungum komist á legg.  Nú í ár er engin breyting þar á og að mínu viti er þetta versta árið hingað til.  Nú tek ég fram að ég hef ekki farið um alla Flatey til að skoða heldur er ég nú bara að tala um Skansmýrina.  Þar hefur verið talsvert kríuvarp undanfarin ár.  Engin breyting var þar á í sumar.  Í júní var krían sest á að nokkrum stöðum og ég sá egg hjá henni.  Nú þegar ég kom í júlí átti ég von á að sjá einhverja hálffleyga unga eða alla vegna einhverja unga.  Engir ungar sýnilegir hvar sem ég leit.  Einn unga, nýskriðin úr eggi sá ég við Bræðraminni en ég á ekki von á að hann lifi lengi.  Móðir hans var mikið á ferðinni og svo tvo síðustu dagana fannst mér ég ekki sjá hana við hreiðrið.  Ég kíkti ekki í hreiðrið til að sjá hvert ástand ungans var.
Fróðir menn sögðu mér að ástand kríunnar væri ekki gott.  Helsta æti kríunnar eru sandsíli og jafnvel trönusíli.  Þegar krían er farin að veiða hrognkelsaseiði þá sé matarkistan að tæmast.  Hvað má þá segja um þegar farið er að gefa kríum eins og dúfum eins og ég hef sýnt áður.  Að vísu keyrði um þverbak núna.  Kríurnar voru á kafi í að borða brauð.  Já, ég sagði það, brauð.


Brauðkría í Flatey á Breiðafirði, 14. júlí 2013

Þá fékk ég upplýsingar um að krían hafi verið að borða hrísgrjón og fleiri matarúrganga.  Við tengdafaðir minn ræddum þetta vandamál kríunnar og ég lét ljós mitt skína og sagði að það kæmi mér ekki á óvart að makríllinn ætti þarna einhvern þátt.  Að vísu erum við Íslendingar fljótir að skella skuldinni á eitthvað annað og ekki verra að það sé eitthvað nýtt.  En mér finnst að síðan makríllinn fór að ganga svona inn í okkar lögsögu þá hafi fuglum fækkað og að auki við makrílinn þá er það líklega hlínun sjávar einnig sem gæti átt hlut að máli.  Samverkandi þættir gætu spilað inní.

Ég las svo í morgunblaðinu þegar ég kom úr Flatey að fiskifræðingar tala um að makríllinn gæti verið þarna orsakavaldur.  

Hvað sem öðru líður þá var ég að segja frá kríunni og örlögum hennar í Flatey.  Sorglegt að svona skuli fara fyrir svona glæsilegum fugli.  Þetta kemur líka niður á öðrum fuglategundum eins og lundanum.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 1338
Gestir í dag: 63
Flettingar í gær: 1314
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 364544
Samtals gestir: 34965
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 15:27:15