Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

20.08.2008 22:39

Smá ferðalag með Austurríkisbúum

Dagana 10-12. ágúst komu Björg Ólöf og Armin með strákana sína, til Húsavíkur og fórum við fjölskyldan af Breiðvanginum með þeim smá rúnt um nágrenni Húsavíkur, t.d. Dettifoss, Ásbyrgi, Vesturdaglur og Hljóðaklettar, Kálfaströnd, Dimmuborgir og Námaskarð svo eitthvað sé nefnt.  Ég hafði gaman af að sýna þeim aðeins hvernig Norðurlandið lítur út og vona ég að þau hafi haft einhverja ánægju af.  Hér má sjá þrjár myndir úr Mývatnssveit.


Armin, Andri Hjörvar, Jóhann Örn, Kristjón Benedikt og Björg Ólöf.  Myndin er tekin 12. ágúst 2008 við Kálfaströnd í Mývatnssveit.


Björg Ólöf og Kristjón skoða sig um.  Talsvert var af mýi eins og sjá má í vinstri horni myndarinnar.  Myndin tekin 12. ágúst við svonefnda Klasa.


Klasar Kálfastrandarmegin, Höfði er til hægri á myndinni.  Myndin er tekin 12. ágúst 2008.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 906
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 1020
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 334567
Samtals gestir: 31697
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 09:48:30