Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

17.07.2016 10:23

Blöndi ÞH 25

5440 Blöndi ÞH 25

Smíðaður á Akureyri 1972.  Eik og fura.  3.06 brl. 8 ha. Petter vél.  Afturbyggður súðbyrðingur með lúkar.  Smíðanúmer 39.

Eigandi, Ingvar Baldursson og Haraldur M. Sigurðsson, Akureyri, frá 23. nóvember 1972, hét Höfrungur EA 303.  Báturinn var seldur 3. mars 1974 Jóhannesi Straumland, Húsavík, hét Höfrungur ÞH 22.  Seldur 1. apríl 1982, Þormóðir Kristjánssyni og Kristjáni Ásgeirssyni, Húsavík, hét Blöndi ÞH 25.  Frá 18. desember 1986 var Kristján einn skráður eigandi.  Seldur 16. október 1987, Sveini Ríkarðssyni og Ríkarði Ríkarðssyni, Húsavík.  Seldur 16. júní 1990 Halldóri Reimarssyni, Akureyri, hét Blöndi EA 596.  Seldur 6. mars 1991 Sigurði Óskarssyni og Kristni Arnbjörnssyni, Kópaskeri, hét Mardís ÞH 278.  Báturinn talinn ónýtur og tekinn af skrá 7. júlí 1995.

 

Upplýsingar:

Íslensk skip, bátar.  Bók 1, bls. 128-129, Höfrungur EA 303.

Aba.is, http://www.aba.is/Default.aspx?modID=1&id=44&vId=67


Blöndi ÞH 25 siglir út úr Húsavíkurhöfn.  Myndin tekin á tímabilinu 1987-1990. Ljósm. RikkiR

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 187
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 262
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 3153507
Samtals gestir: 237049
Tölur uppfærðar: 27.5.2020 07:02:39