heima í hádegismat. Á heimili Hallgríms sat húsbóndinn að snæðingi en skyndilega fékk hann hugboð um að eitthvað væri að úti í Vör.  Svo sterkt sótti þetta á að hann hljóp frá mat sínum og keyrði út í Vör.  Þegar þangað kom gaus á móti honum megna brunalykt úr smíðaskálanum.  Stökk hann rakleiðis um borð í bátinn vopnaður brunaslöngu og sá strax að eldur var laus á milli banda aftast í bátnum.  Tókst honum að slökkva eldinn og hringdi svo í slökkvilið bæjarins til öryggis. Frekari aðgerða reyndist ekki þörf en þarna mátti mjóu muna. Hvort bruni Varar fimm árum áður hafi setið í Hallgrími eða dulin öfl varað hann við skal ósagt látið.  Um það verður hver og einn að dæma en alkunna er að sumir hafa öflugri sagnaranda en aðrir.  Árið 2011 heitir báturinn Þingey ÞH 51 og er í eigu Sjóferða Arnars ehf. Kópaskeri. Árið 2012 ber báturinn enn sama nafn og númer en eigandi er Valma ehf. Kópaskeri.Heimildir:  www.aba.isÞingey ÞH 51 við bryggju í Stykkishólmi 22. júní 2012.  Ljósmynd Ríkarður Ríkarðsson."/>

Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

09.06.2015 18:40

1650 Þingey ÞH 51

1650  Þingey ÞH 51

Báturinn var smíðaður á Akureyri 1983, í Vör hf.  Eik.  Stokkbyrðingur.  Vélin er Caterpillar 215 ha.

Báturinn er smíðaður fyrir Auðunn Benediktsson Kópaskeri, sem átti hann í tuttugu og fjögur ár en seldi Sjóferðum Arnars ehf.  Báturinn er frambyggður og alla tíð verið mjög vel um hann hirt.

Bátinn teiknaði Brynjar Ingi Skaptason, skipaverkfræðingur, bróðir Hallgríms Skaptasonar.

Báturinn var að því leiti frábrugðinn öðrum bátum sem fyrirtækið smíðaði að bolur hans var úr eik en yfirbygging öll úr áli.  Það er að segja stýrishúsið, hádekk, þilfar og lunningar.  Þessari byggingaraðferð höfðu þeir félagar kynnst í Noregi en þangað fóru þeir til að skoða nýjungar í tréskipasmíðum.

Teikningar af bátnum, frá kili að masturstoppum, voru sendar Siglingastofnun til samþykktar svo sem lög mæla fyrir um.  Eitthvað stóð þessi nýi byggingarmáti í stofnuninni því að engin svör bárust frá henni í sex mánuði rétt fyrir eftirrekstur.

Þar sem engin hreyfing var á málinu í allan þennan tíma þá tilkynntu þeir félagar stofnuninni að báturinn yrði byggður samkvæmt reglum Der Norske Veritas.  Þegar málin voru komin í þennan farveg þá sá Siglingastofnun sitt óvænna og gaf leyfi til smíðinnar.

Litlu munaði að illa færi er vinna við suðu á áldekki bátsins stóð yfir.  Atburður sá er hér skal lýst átti sér stað er allur mannskapurinn var heima í hádegismat.

Á heimili Hallgríms sat húsbóndinn að snæðingi en skyndilega fékk hann hugboð um að eitthvað væri að úti í Vör.  Svo sterkt sótti þetta á að hann hljóp frá mat sínum og keyrði út í Vör.  Þegar þangað kom gaus á móti honum megna brunalykt úr smíðaskálanum.  Stökk hann rakleiðis um borð í bátinn vopnaður brunaslöngu og sá strax að eldur var laus á milli banda aftast í bátnum.  Tókst honum að slökkva eldinn og hringdi svo í slökkvilið bæjarins til öryggis. Frekari aðgerða reyndist ekki þörf en þarna mátti mjóu muna.

Hvort bruni Varar fimm árum áður hafi setið í Hallgrími eða dulin öfl varað hann við skal ósagt látið.  Um það verður hver og einn að dæma en alkunna er að sumir hafa öflugri sagnaranda en aðrir. 

Árið 2011 heitir báturinn Þingey ÞH 51 og er í eigu Sjóferða Arnars ehf. Kópaskeri.

Árið 2012 ber báturinn enn sama nafn og númer en eigandi er Valma ehf. Kópaskeri.

Heimildir:  www.aba.isÞingey ÞH 51 við bryggju í Stykkishólmi 22. júní 2012.  Ljósmynd Ríkarður Ríkarðsson.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 52
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 262
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 3153372
Samtals gestir: 237039
Tölur uppfærðar: 27.5.2020 04:52:12