Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

09.06.2015 11:06

Kambur BA 34

5864 Kambur BA 34 ex Sigrún SH 212

Smíðaður í Hafnarfirði 1961.  Eik og fura.  5,94 brl. 26. ha. Lister vél.
Eigandi Björgvin Þorvarðarson og Krisján Jakobsson, Stykkishólmi frá 29. maí 1961.  Báturinn seldur 15. mars 1963 Freysteini Hjaltalín, Brokey, Skógarstrandarhreppi, sama nafn og númer.  Seldur 21. mars 1995 Finnboga Hilmari Pálssyni og Sveinbirni Rúnari Helgasyni, Patreksfirði. Báturinn heitir Kambur BA 34 og er skráður á Patreksfirði 1997.

25. nóvember 2012 tók ég myndir af Kambi BA 34 þar sem hann stendur á Fitjunum í Njarðvík.  Ég leyfi mér að fullyrða að Kambur er ónýtur.

Ég fékk fyrirspurn um þennan bát, en á facebooksíðu Floti Patreksfjarðar er talað um bát sem hét Hafratindur BA 34 og fullyrt að hann sé DAS bátur, smíðaður 1961.  Það skal tekið fram að DAS bátarnir svokölluðu voru smíðaðir á árunum 1953-1958.  Ef þessi bátur hefur heitið Hafratindur BA 34 á Patreksfirði væri gaman að fá það staðfest því það kemur ekki fram í þeim gögnum sem ég hef. 

Ég hef upplýsingar að eftirtaldir bátar gætu hafa verið smíðaðir eftir sama skapalóni og DAS bátarnir 5346, 5619, 5211, 5572.

Heimildir:

Íslensk skip, bátar, 3. Bók, bls. 172, Sigrún SH

Siglingastofnun Íslands


Kambur BA 34 ex Sigrún SH 212, Fitjar í Njarðvík

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 557
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 1021
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 311962
Samtals gestir: 29934
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 10:41:38