Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

23.03.2014 10:04

5368 Dögg ex Skíði EA

5368 Dögg ex Skíði EA

 

Smíðaður á Akureyri 1961.  Eik og fura.  2,3 brl. 8 ha. SABB vél.  Hét Skíði EA 96.  Eigandi Jóhann Sigurðsson Dalvík, frá 25. september 1961.  Jóhann seldi bátinn 5. nóvember 1963 Baldvini Þorvaldsyni Dalvík.  Seldur 4. desember 1971 Sigmundi Sigmundssyni Dalvík.  Seldur 23. júní 1979 Kristni Sigurðssyni, Ingibjörgu Kristinsdóttur, Sigursteini Kristinssyni og Karli Kristinssyni Akureyri.  Frá 12. desember 1981 voru skráðir eigendur Kristinn Sigurðsson Dalvík 50% og Ingibjörg Jóhanna Kristinsdóttir og Sigursteinn Kristinsson Akureyri, með 25% hvort, en frá 4. mars 1986 var Ingibjörg ein skráð eigandi.  Báturinn var tekinn af skrá 17. nóvember 1986 en endurskráður 29. ágúst 1990, sami eigandi.  Báturinn hét Skíði EA 696.  Seldur 28. desember 1995 Gunnari Antoni Jóhannssyni Dalvík.  Báturinn heitir Helga í Garði EA 574 og er skráður sem skemmtibátur á Hauganesi frá 30. september 1997.

 

20. október 2013 tók ég nokkrar myndir af bátnum þar sem hann var við bryggju í Reykjavíkurhöfn.  Þá ber báturinn nafnið Dögg.  Tveir menn voru að vinna við bátinn og greinilegt að annar þeirra var ekki sáttur við að ég væri að fylgjast með þeim og taka myndir.  Hann tók myndir af mér og bílnum mínum, en ég hef reyndar ekki orðið fyrir neinum vandræðum vegna þessa.

Samkvæmt Skipaskrá Fiskifrétta hét báturinn Lögg SU, með heimahöfn á Eskifirði, eigandi Einar Sveinn Þórarinsson.  Þar er sagt m.a. frá því að það er SABB vél í bátnum, 8,16 ha. árgerð 2000 svo það hefur verið skipt um vél í bátnum.

 

Nöfn bátsins: Skíði EA 96, Skíði EA 696, Helga í Garði EA 574, Lögg SU og Dögg.

 

Upplýsingar

Íslensk skipt, bátar.  Bók 1, bls. 159.  Skíði EA.

Skipaskrá, Fiskifrétta.


5368 Dögg ex Skíði EA í Reykjavíkurhöfn, 20. Október 2013

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 722
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 1395
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 347114
Samtals gestir: 32034
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 20:45:11