Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

15.02.2014 12:54

Lukkigefinn við Fuglavík

Tók myndir af þessum bát þann 13.04.2013 rétt hjá Sandgerði, við hús sem heitir Fjöruvík.  Þarna er nokkurskonar safn og ýmsir mundir þarna í kring.  Ég hef engar upplýsingar um þennan bát og þætti vænt um að ef einhver þarna úti veit eitthvað um bátinn að koma þeim upplýsingum á framfæri.

04. janúar 2015 bárust mér þær upplýsingar að báturinn heitir Lukkugefinn. Við nánari skoðun fann ég grein á netinu þar sem segir m.a. að Guðmundur Sigurbergsson og Gunnhildur Gunnarsdóttir séu eigendur Fuglakots.  Þau hafi eignast það fyrir þremur árum, en greinin er síðan 2001 sem myndi líklega benda á árið 1998-1999 sem þau eignuðust Fjörukot.  Í greininni kemur jafnframt fram að þar standi nú sexæringurinn Lukkugefinn í nausti.  Hann sé yfir 100 ára og var gerður út frá söndunum við Sandgerði.  Segir að Guðmundur hafi í huga að taka bátinn inn á verkstæði og koma honum í upprunalega mynd.  Þá kemur frama ð Guðmundur hafi einnig fengið annan bát, Breiðfirðin að gerð sem sé inni í nausti ásamt spilbúnaði eins og þeim hafi verið komið þar fyrir eftir síðustu vertíð.

Meira síðar...................Lukkigefinn við Fjöruvík, Sandgerði 13. apríl 2013

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 180
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 45
Samtals flettingar: 3154709
Samtals gestir: 237214
Tölur uppfærðar: 31.5.2020 17:26:31