Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

30.12.2012 17:32

Flatey á Breiðafirði

Er staddur í Flatey á Breiðafirði.  Kom hér út í talsverðum sjógangi og 14 metrum á sek. af norðaustan.  Fyrir landkrabba eins og mig var það talsvert.  Svo kom fyrsta nóttin og næsti dagur og þá var arfabrjálað veður.  Slidda og stormur. Sem betur fer þá vorum við innandyra og höfðum það notarlegt.en þó vitað um þrennt sem skemmst hefur.  Fjarskiptamastur er við það að falla en hangir á en vonandi reddast það á morgun.  Bátskél sem notuð hefur verið við fjárflutninga slitnaði upp og skorðaðist á eyði við Hafnarey.  Þá var einhver girðing sem fauk hjá við Krákuvör. Litlar skemmdir hafa orðið hér í Flatey  Í dag er talsverður vindur og ég skrapp og tók nokkrar myndir.


Hér má sjá símamastrið í Flatey, 30. desember 2012

Þegar þetta kemur inn þá er búið að rétta mastrið við, en Magnús bóndi í Krákuvör og Helgi í Grænagarði fóri í morgun, 31.12. og réttu það við.  Ég ætlaði að vera klár á myndavélinni en ákvað að kúra mig undir sæng.

Fuglalífið hér hefur komið mér á óvart þ.e. ég hef séð meira af fuglum en ég átti von á.  Hér er talsvert af æðarfugli, teisu hef ég séð, toppskarfa, svartbaka, hvítmáfa, talsvert af hröfnum, um 30 snjótittlinga, einn fálka og einn auðnutittling.  Þessir tveir síðustu komu mér mest á óvart.  Ég hef í raun ekkert verið að leita eftir fuglum þar sem veður hefur verið snarvitlaust ef svo má að orði komast. 

Kæru ættingjar, vinir og kunninjar vona að þið eigið ánæguleg áramót.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 495
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 5588
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 339744
Samtals gestir: 31756
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 05:43:15