Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

05.12.2012 20:33

Snætindur var áttundi

1024 Snætindur ÞH 120

Smíðaður í Bátalóni í Hafnarfirði 1957.  Eik og fura.  6 brl. 18 ha. Lister díesel vél.

Snætindur er áttundir happdrættisbátur DAS og var dregin út 03. mars 1957 og kom á miða nr. 23351 sem var í eigu Jón Sig. Jónsson,  netagerðarmanns á Akranesi, sem er þá fyrsti eigandi Snætinds.  Til gamans má geta þess að Snætindur var 200 báturinn sem Bátalón í Hafnarfirði hafði smíðað.


Snætindur.  Tíminn 06.03.1957Snætindur til sölu, MBL 16. mars 1957


Jón selur bátinn strax.  Næsti eigandi er Þorgrímur Kjartansson, Þórshöfn, Langanesi frá 6. Maí 1957.  1972 var sett í bátinn 31 ha. Lister díesel vél.  1979 var sett í hann 45 ha. Volvo Penta díesel vél.  Báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skrá 21. mars 1985.

 

 

Númer 200


Tíminn 06.03.1957

Bátalón í Hafnarfirði hefir smíðað 200 báta, hinn síðasti er Snætindur.

Bátasmíðastöðin Bátalón í Hafnarfirði, sem áður hét Bátasmíðastöð Breiðfirðinga, hleypti nýlega af stokkunum 200. bátnum, sem stöðin smíðar. Hefir stöðin nú starfað í tíu ár. Þessi bátur var happdrættisbátur DAS og nefnist Snætindur, og var dregið um hann í fyrradag.

Báturinn var til sýnis við Austurstræti um helgina og varð mörgum starsýnt á þennan fríða farkost. Bátar þeir, sem stöðin hefir smíðað, eru flest nótabátar og trillubátar, en sex þilfarsbátar eru þó einnig í þeim hópi. Stjórn stöðvarinnar skipa nú Þorbergur Ólafsson, Jóhannes Gíslason, Einar Sturluson, Sigmundur Bjarnason og Magnús Bjarnason.


 

Þjóðviljinn 17.02.1973Tíminn 17.02.1973


Tíminn 17.02.1973

Stærstu bátar Þórshafnarbúa upp í fjöru, smábátur sokkinn:

"ÖLDURNAR RISU EINS OG FJÖLL YFIR HAFNARGARÐINN"  þegar menn brutust við mikinn háska út í bátana, sem eftir voru.

Þórshöfn varð fyrir þungu  áfalli i norðanveðrinu i byrjun vikunnar. Tvo stærstu bátana rak upp i fjöru, og er hætt við, að þeir séu gerónýtir, auk þess sem litill bátur sökk. Öðrum bátum, sem lágu við bryggju, tókst að bjarga með miklu áræði og harðfengi. Skarðið, sem höggvið hefur verið i bátaflotann, er mjög tilfinnanlegt, og mun meðal annars hafa i för með sér mikla atvinnuskerðingu á Þórshöfn i vetur.

Svo er sagt frá því að Snætindur hafi sokkið við bryggju á Þórshöfn, báturinn sé um sex lestir, eigandi Þorgrímur Kjartansson.  

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 108
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 262
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 3153428
Samtals gestir: 237045
Tölur uppfærðar: 27.5.2020 05:56:17