Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

02.12.2012 22:10

Hólmatindur var sjöundi

Hólmatindur RE 71, 5483

Smíðaður í Bátalóni í Hafnarfirði 1956.  Eik og fura.  4,67 brl. 18 ha. Lister vél.

Hólmatindur er sjöundi happdrættisbáturinn og hann var dregin út 03. ágúst 1956 og kom á miða nr. 7253, eigandi miðans og fyrsti eigandi Hólmatinds var Páll Beck, Kópavogi, blaðamaður á Vísi.  Páll er að öðrum þræði sjómaður.  Þess má til gamans geta að Páll er alinn upp í Reyðarfirði undir hlíðum Hólmatinds.  Páll selur bátinn fljótlega.

Eggert Bjarni Kristjánsson, Reykjavík kaupir bátinn 24. febrúar 1957.  Eggert selur bátinn 29. des. 1960,  Geir Ágústssyni, Raufarhöfn, hét Hólmatindur ÞH 103.  Seldur 2. septeber 1972 Gunnlaugi Óskarssyni, Sæbergi, Presthólahreppi.  Frá 2. september 1979 voru Gunnlaugur Óskarsson og Jón Jóhannsson, Njarðvík, skráðir eigendur bátsins, sem hét þá Hólmatindur GK 203.  Seldur 20. júlí 1980 Hauki Reyni Ísakssyni, Kópavogi.  Seldur 2. júlí 1982 Grétari Sigurðssyni og Guðmundi Valdimarssyni, Keflavík, en þeir seldu bátinn sama dag Halldóri Grímssyni og Skúla Halldórssyni, Akranesi.  Báturinn er ekki umskráður.  Seldur 9. mars 1983 Skúla Berg Halldórssyni, Patreksfirði, hét Hólmatindur BA 203.  Seldur 21. mars 1985 Gunnari Stefánssyni og Svavari Matthíassyni, Akranesi, hét Ölver AK 82.  Seldur 4. júní 1985 Hreini Gíslasyni, Grenivík, hét Ölver ÞH 146.  Seldur 12. janúar 1986 Hallgrími S. Gunnþórssyni, Borg, Grenivík, hét Hugrún ÞH 240.  Seldur 5. desember 1991 Guðbjörgu Herbertsdóttur, Grenivík, sama nafn og númer.  Báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skrá 29. janúar 1997.

Dagar Hólmatinds eru ekki taldir.  Ég fann grein í Brimfaxa síðan í júní 2010.  Greinina getiði séð alla hér http://brimfaxi.goggur.is/brimfaxi/1.tbl.2010.pdf en þar kemur m.a. fram.  Flestir þessara báta hafa týnt tölunni, fæstir ef nokkrir á sjó í dag en einn heillegastur er bátur sem er á Grenivík og stendur þar uppi við hlið Útgerðarminjasafnsins á Grenivík.  Þetta er Hugrún ÞH 240, sem upphaflega hét Hólmatindur RE 71, vinningur í happdrætti DAS í ágústmánuði 1956.  Báturinn kom til Greinvíkur frá Akranesi 1986, þá í eigu Hreins Gíslasonar, en var ósjófær.  Þá fær hann nafnið Ölver ÞH 215.  Bátinn eignaðist síðan Svavar Gunnþórsson og setti í hann 82 ha. Ford Mermade-vél en árið 1996 er hann úreltur og síðan gefinn Útgerðarsafninu á Greinivík.  Svavar gerði hann upp fyrir hreppsfélagði.


Hugrún ÞH 240 ex Hólmatindur RE 71.  Mynd úr Brimfaxa, 2010.


Mynd sem Jóhannes Guðnason tók, mynd af síðu Emils Páls.


Heimild:

Íslensk skip, bátar

Brimfaxi, júní 2010

Tímarit.is

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 92
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 1013
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 3153150
Samtals gestir: 237001
Tölur uppfærðar: 26.5.2020 03:29:26