Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

02.12.2012 20:58

Fimmti var Kofratindur

Kofratindur

Smíðaður í Bátasmiðju Breiðafjarðar í Hafnarfirði 1955.  Eik og fura.

Vélbáturinn Kofratindur er fimmti happdrættisbáturinn.  Hann var dregin út 08. janúar 1956, kom á miða númer 32051 sem var í eigu  Ólafs Jakobssonar, Ísafirði, sem er þá fyrsti eigandi Kofratinds.


Lítið hef ég fundið um Kofratind nema að greinilegt er að Ólafur Jakobsson hefur ákveðið að selja bátinn strax.  Kofratindur var auglýstur til sölu  31. janúar 1956, 4. apríl 1956 og aftur 13. maí 1956.

  

Mynd af Heklutindi.

  

Mynd af Heklutindi


Enn eina söluauglýsinguna fann ég 30. maí 1958, þar heitir báturinn Sæbjörg VE 313 (áður Kofratindur).

Önnur auglýsing var í Fylkir í Vestmannaeyjum 30. maí 1958.  Þar er talað um Happdrættisbátinn Sæbjörgu (áður Kofratind). 

         

Eina sem ég get sagt er að báturinn var dreginn út og Ólafur Jakobsson Ísafirði eignast bátinn.  Hann selur hann strax eða fjótlega.  Greinilegt er að báturinn hefur svo farið til Vestmannaeyja því hann er auglýstur þar til sölu sem Sæbjörg VE 313, 30. maí 1958.  Síðan hefur ekkert til hennar spurst. 

Þetta fer að verða eins og sagan um búkollu, útgáfuna hans Ladda.

Þar sem ég hef engar upplýsingar þá get ég bara dregið áliktanir á því litla sem ég hef og þið sjáið hér.  Það er þó eitt sem ég velti fyrir mér miðað við skort á upplýsingum og það er nafnið Sæbjörg.  Í auglýsingunni er talað um "opin trillubát með bensínvél".  Ég hef þær upplýsingar að allir DAS bátarnir hafi verið með Lister vél, þó er ekkert sem segir að ekki hafi verið skipt um vél.

Ég fékk eina mynd frá DAS sem sýnir bát sem heitir Sæbjörg.  Ekki er vitað hvort þessi bátur var einn af DAS bátunum og engar upplýsingar um þennan bát hjá DAS.  Ég set þessa mynd hér inn svo þið getið skoðað hana.  Ef þið hafið einhverjar upplýsingar um þennan bát eða Kofratind þá endilega látið í ykkur heyra.


Sæbjörg.  Mynd úr safni DAS

Meira síðar  ...............

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 603
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 1021
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 312008
Samtals gestir: 29936
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 11:40:07