Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

20.10.2012 22:52

Guðbjörg Guðjónsdóttir

5833 Guðbjörg Guðjónsdóttir ex Kristján BA

Báturinn var smíðaður í Hafnarfirði 1977.  Eik og fura. 2,21 brl. 20 ha. Volvo Penta vél.  Hér Kristján BA 23.
Eigandi Kristinn Bergsveinsson, Neðri-Gufudal frá 21. júní 1977.  Seldur 9. maí 1981 Hákoni Magnússyni Reykjavík sem seldi bátinn aftur sama dag Sveinbirni Sveinbjörnssyni Bolungarvík, hét Þjóðólfur ÍS 206.  Seldur 19. júní 1989 Kristni Bergsveinssyni, Suðureyri.  Seldur 25. maí 1992 Hauki Þór Sveinssyni, Innri-Múla, Patreksfirði, hét Von BA 206.  Báturinn var seldur 4. apríl 1995 Guðmundi Sigurði Þór Lárussyni, Stykkishólmi, hét Pétur í Ási SH 291.  Seldur 1. maí 1997 Eggert Unnsteinssyni, Hveragerði.  Bátuirnn heitir Guðbjörg Guðjónsdóttir MB 1 og er skráður í Borgarnesi.

Í dag, 20. október 2012, sá ég bátinn þegar ég keyrði Hvalfjörðinn, við Bjarteyjarsand og tók myndir af honum.

Upplýsingar:  Íslens skip bátar, bók 1, bls. 66 - Kristján BA


5833 Guðbjörg Guðjónsdóttir, Hvalfjörður 20. október 2012

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 42
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 489
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 3154279
Samtals gestir: 237149
Tölur uppfærðar: 30.5.2020 01:55:03