Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

29.09.2012 22:31

Lási ex Von 5816

Lási ex Von RE 104 5816
Smíðaður á Óttóstöðum við Straumsvík 1906.  Eik og fura. 1,46 brl. 4 ha. Solo vél.
Eigandi Jón Katarínusson og Baldvin Ólafsson, Reykjavík, frá 15. maí 1975.  Þá var kominn í bátinn 12. ha. Volvo Penta vél.  Ekki er vitað um eigendur fyrir þann tíma.  Bátuirnn var tekinn af skrá 24. nóvember 1986 en endurskráður 29. apríl 1990.  Seldur Valdimar Harðarsyni, Reykjavík og Gísla Þorsteinssyni, Kópavogi, hét Von RE 106.  Seldur 23. ágúst 1993 Heiðberg Hjelm, Breiðavíkurstekk/Útstekk, Eskifirði, hét Annika SU 112.  Báturinn tekinn af skrá 31. desember 1996.
Heiðberg selur svo bátinn (Vantar ár, dags) Guðna Þór Gunnarssyni og Guðmundi Ingimarssyni.  Þeir taka bátinn með sér í Kópavog.  Þar skvera þeir bátinn og setja í gott stand og selja hann.  ( ??)

Axel Björnsson, Hafnarfirði sem selur Ásgeiri Sveinssyni, Hafnarfirði bátinn 2004.
Meira síðar............................

03. júní 2012 rakst ég á bátinn í Hafnarfirði.  Eigandi bátsins var Ásgeir Sveinsson en hann hafði keypt bátinn 2004 af Axel Björnssyni Hafnarfirði.  Ásgeir hafði séð bátinn í Hafnarfirði hálffullan af vatni, frekar illa farinn.  
Ásgeir lagar bátinn til, skverar og málar.  Vélin í bátnum er 10 ha. Yanmar og setti Ásgeir hana í gang og malaði vélin fallega.  Ásgeir kvað bátinn vera til sölu.

Í dag, 29. september 2012 hef ég séð Lása í tvígang við bryggju úti á Seltjarnarnesi og tel því líklegt að Ásgeir sé búinn að selja bátinn.  Ásgeir seldi bátinn vorið 2012. Núverandi eigandi bátsins er Ívar Húni Sigþórsson, Seltjarnarnesi.

Meira síðar..........................


Lási í Hafnarfirði 03. júní 2012

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 113
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 45
Samtals flettingar: 3154642
Samtals gestir: 237214
Tölur uppfærðar: 31.5.2020 15:50:22