Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

10.08.2012 21:10

Nonni

Nonni var smíðaður í Stykkishólmi 1974 af Björgvini Þorsteinssyni upp úr gömlum bát frá Grundarfirði.  Það voru þeir feðgar Björgvin og Stebbi sem sóttu gamlan bát í Kirkjufell.  Báturinn mun hafa verið í eigu Magnúsar bónda þar og Alfreðs sonar hans.  Eftir að Björgvin smíðaði bátinn hét hann Bjarki.

Núverandi eigandi bátsins er Ingi Hans Jónsson, Grundarfirði.  Hann gerði Nonna upp og afhjúpaði nafnið þann 13. september 2009 við hátíðlega athöfn.  Ingi Hans skipti um vél og setti í bátinn Yanmar vél.  Þann 4. ágúst 2011 var Nonni sjósettur eftir þessa lagfæringar.


Nonni við bryggju í Grundarfirði, 28. júlí 2012

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 189
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 1021
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 311594
Samtals gestir: 29917
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 04:18:24