Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

01.07.2012 16:24

Strandarvík ex Sævar ÞH

5499 Strandarvík ex Sævar ÞH-136

Stærð: 6,78 brl. Smíðaður af Baldri Halldórssyni skipasmiðameistara, Hlíðarenda við Akureyri árið 1970. Fura og eik. Vél 45 ha. Petter. Afturbyggður súðbyrðingur með lúkar. 

Báturinn var smíðaður fyrir Hörð Þorfinnsson, Húsavík, sem átti hann í átta ár. Báturinn var seldur Bjarna Sigurðssyni og Sigurði Friðbjarnarsyni, Húsavík árið 1978.
Árið 1980 komst báturinn í eigu Sigurðar Gunnarssonar, Húsavík og fékk þá nafnið Sólveig ÞH-226.

Frá árinu 1998 hét báturinn Gjafar ÞH-226 og þá í eigu Kristjáns Ben Eggertssonar, Húsavík.
Árið 2001 er eigandi skráður Hörður Þór Jóhannesson en degi eftir að báturinn er skráður á Hörð er hann skráður á Elvar Má Arnþórsson og fær þá nafnið Strandarvík EA, Árskógssandi.

Frá árinu 2003 hét báturinn Strandarvík KÓ og eigandi hans þá skráður Guðmundur Einarsson. 
Báturinn mun hafa legið í reiðuleysi og oft hálfullur af sjó og krapa eftir að hann var kominn suður á höfuðborgarsvæðið. Hann var felldur af skipaskrá með afskráningu 15. júní 2006.

Þann 25. júní 2012 rak ég augun í bátinn á geymslusvæðinu á móts við Straumsvík og er eigandinn skráður Jón Pétur Líndal samkvæmt starfsmönnum svæðisins. Hvort þessi bátur fari aftur á sjó er ólíklegt miðað við útlit bátsins.

Eftir að hafa lesið upplýsingar um þennan bát á vef aba.is áttaði ég mig á að ég ætti gamlar myndir af þessum bát sem Sólveig ÞH 226.  Það leynist ýmislegt í gömlum myndum.

Upplýsingar 

aba.is


5499 Strandarvík, Geymslusvæðið 25. júní 2012


5499 Sólveig ÞH 226. Húsavík 11. apríl 1993

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 133
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 45
Samtals flettingar: 3154662
Samtals gestir: 237214
Tölur uppfærðar: 31.5.2020 16:21:59