Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

05.06.2012 23:26

Náttúran að verki

Ég keyrði út á Hlíðsnes í dag og varð vitni af því hvernig náttúruöflin haga sér og geta breytt gangi lífsins ef svo má segja.  Það var mikið flóð, svo mikið að allar graseyrar voru á kafi og flæddi undir veginn.  Það var enn að flæða að og ég sá kríu liggja á eggi þarna á túninu sem var að flæða.  Ég stoppaði við hliðina á henni, nokkuð nálægt og tók nokkrar myndir af þessu sjónarspili sem ég vissi að von væri á.  Set hér inn nokkrar myndir eins og ég sá þetta gerast.


Hér situr krían á, kl. 18:42.57

Hér sést krían þar sem hún liggur á hreiðrinu sínu.  Ekkert sem bendir til að flóð sé í vændum.  Svo fer þetta að gerast


Sjórinn nálgast, kl. 18:44.46


Virðist átta sig á hættunni, kl. 18:45.28


Stendur upp, farið að blotna undir henni, kl. 18:45.38


Talsverður sjór kominn í hreiðrið, kl. 18:46.48


Farin af hreiðrinu, eitt egg í og það nánast á kafi, kl. 18:46.50


Snýr sér við og kíkir á hreiðrið, kl. 18:47.11


Krían farin, eggið alveg að fara í kaf, kl. 18:48.02


Sést eggið alveg að fara í kaf, kl. 18:49.22


Eggið komið á kaf í sjó, sést fyrir miðri mynd, kl. 18:49.50


Eggið á kafi, kl. 18:49.50

Þessi atburðarás gerðist á um 8 mínútum.  Þessi kría þarf að gera aðra tilraun og þá vonandi velur hún sér betri varpstað.  En svona er nátturan hörð og getur haft áhrif á lífið eins og ég sagði áðan.  Ef þið viljið sjá þetta betur þá getiði smellt á myndina efst og skoðað stærri myndir af þessu.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 250
Gestir í dag: 112
Flettingar í gær: 282
Gestir í gær: 133
Samtals flettingar: 3434210
Samtals gestir: 272015
Tölur uppfærðar: 14.4.2021 18:54:35