Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

13.04.2012 21:41

Hvalaskoðun í Grundarfirði

Ég var staddur í Grundarfirði um daginn að taka myndir o.fl.  Þá fékk ég upplýsingar um að hvalir væru reglulegir gestir við Grundarfjörð og væru jafnvel í um 20 metra færi þegar þeir væru næst landi.  Eftir smá tíma þá komu tvær háhyrningsvöður inn en því miður þá héldu þeir sig vel frá landi.  Ég smellti þó nokkrum myndum af þeim.  Þetta voru ekki margir háhyrningar en þó voru þarna líklega hátt í 10 hvalir í þessum tveimur vöðum ef hægt er að kalla þær það.  Hér eru myndir sem ég tók.


Held að þetta sé kú.  Grundarfjörður 07. apríl 2012


Held að þetta sé tarfurinn.  Grundarfjörður 07. apríl 2012


Tvö saman.  Grundarfjörður 07. apríl 2012

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 3291
Gestir í dag: 1230
Flettingar í gær: 236
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 350680
Samtals gestir: 33323
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 20:00:17