Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

04.04.2012 22:01

Málsháttur í páskeggi

Nú styttist í að páskar gangi í garð.  Eitt er það sem ég hef mest gaman af á páskum, nei, það er ekki páskaeggið heldur það sem úr því kemur....................málshátturinn.  Við fjölskyldan höfum mjög gaman af að lesa yfir málsháttinn og átta okkur á merkingu hans.  Þetta höfum við alið upp hjá Elínu Hönnu dóttur okkar líka og hefur hún tekið þátt í þessu með okkur.

Fyrir nokkrum árum síðan þá fékk Elín Hanna málshátt úr páskeggi.  Þegar hún ætlaði að lesa málsháttinn varð hún frekar fúl, það stóð nefnilega ekkert á blaðinu.  Henni fannst hún svikin og varð frekar leið yfir þessu.  Mamma og pabbi fengur málshátt en ekki hún.
Í eitt af fáum skiptum, þá var ég fljótur að hugsa og benti henni á að þarna væri nú aldeilis málsháttur, hvort hún sæi það ekki.  Nei, ekki vildi hún meina það, það stæði ekkert á blaðinu.  Jú, þarna stendur "Fæst orð hafa minnstu ábyrgð".  Eftir að við höfðum gert henni grein fyrir hver merkingin væri þá var Elín Hanna sátt og fannst hún ekkert svikin lengur.


Elín Hanna með paskaungum í Flataskóla árið 2004.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 3535
Gestir í dag: 1300
Flettingar í gær: 236
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 350924
Samtals gestir: 33393
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 20:47:15