Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

22.01.2012 23:42

Straumur o.fl.

Sunnudagur og sólin skein.  Ég og Elín Hanna fórum í smá leiðangur með myndavélar á lofti og vorum í stuði til að finna myndefni.  Ég ákvað að taka strauið að Hólmsá til að sjá hvort þar gæti verið fallegt í þessu flotta veðri.  En þegar þangað kom var sólin farin á bak við ský og komin smá snjókoma.  Við snérum við og stefndum í átt að Reykjanesinu.  Þegar við komum að álverinu sáum við að birtan var mjög flott við straum og fórum við þangað.  Tókum myndir við Straum og á því svæði.  Eins og ég sagði þá skein sólin en um einni klst. eftir að við komum þarna þá hvarf sólin og snjókorn féllu.  Birtan var farin og það vorum við líka.
Hér má sjá smá sýnishorn af þeim myndum sem ég tók á svæðinu.  Fleiri myndir í albúmi.   Smellið á mynd ef þið hafið áhuga að skoða meira.


Straumur, 22. janúar 2012


Gamalt hús rétt við Straum, 22. janúar 2012


Lítill kofi, 22. janúar 2012

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 5528
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 1020
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 339189
Samtals gestir: 31732
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 20:08:36