Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

19.12.2011 23:15

Suðurstrandarvegur o.fl.

Þann 15. desember skruppum við hjónin í smá ferðalag.  Fyrst var ekið í Grindavík sem var gjörsamlega á kafi í snjó.  Svo miklum að ég tók ekki eina mynd þar.  Þaðan lá leið okkar eftir hinum nýja Suðurstrandarvegi. 


Af Suðurstrandarvegi, 15. desember 2011

Færðin var frekar varhugaverð á köflum en slapp til.  Talsverð hálka og þæfingur, ég festi bílinn ekki, en kviðdráttur var víða.  Tek fram að ég ek um á sliddujeppa, Hondu CRV, frábær bíll.
Það var nú ekki eins mikill snjór við Suðurstrandarveginn eins og var í Grindavík en allt hvítt.  Það var kalt úti og meðan karlinn hljóp út til að mynda með reglulegu millibili sat frúin inni í bíl, í hitanum og prjónaði.


Elfa Dögg veifar mér inni í ilnum, 15. desember 2011

Ókum sem leið lá í Þorlákshöfn og ókum aðeins um þorpið.  Þar var lítið að sjá annað en að himininn var mjög svo fallegur.  Þá sáum við tvo jeppakarla, annar utanvegar og hinn að hjálpa til.  Ég forðaði mér á mínum sliddara.


Rétt áður en við komum í Þorlákshöfn, fallegur himinn.  15. desember 2011


Jeppakarlar að leika, moka, moka, 15. desember 2011

Þaðan lá leiðin á Eyrarbakka.  Þar ókum við um og voru nokkrar myndir teknar. 


Veðurbarið hús á Eyrarbakka 15. desember 2011

Eftir það lá leiðin inná Selfoss og austar.  Gistum á Hótel Rangá um nóttina. 


Hótel Rangaá í kvöldsólinni 15. desember 2011

Morgunin eftir þá var haldið af stað aðeins austar, eða að Seljalandsfossi og lítið eitt austar að bænum Fit.  Við Seljalandsfoss var mikill vetur, eða réttara sagt frost.  Annar stiginn var í klakaböndum eins og þið sjáið hér.


Í klakaböndum.  Við Seljalandsfoss 16. desember 2011

Eftir þennan frostna stiga, sem ég þorði ekki að fara upp var haldið aðeins austar og kíkt að bænum Fit.  Þar sá ég myndefni sem ég myndaði oft.  Girðingastaurar og gaddavír.........


Girðingastaurar og gaddavír, 16. desember 2011

Eftir það var snúið heim á leið.  Mér datt í hug að kíkja á Landeyjarhöfnina svona til að geta sagt að ég væri búinn að sjá þetta mannvirki.  Ekki fannst mér það neitt fyrir augað en Vestamannaeyjar voru flottar séðar frá Landeyjarhöfninni.


Kíkt til Vestmannaeyja, 16. desember 2011

Veðrið var frábært og sólin skein, kalt var í veðri báða dagana og smá vindur.  En það sem stóð uppúr var ferðalagið með konunni að sjálfsögðu.  Hún var að ná mér í aldri svo það var aldarreinsla þarna á ferð.

Að lokum verð ég að geta þess að þar sem ég drekk ekki áfengi þá lítur það kanski undarlega út en ég skrapp á barinn.


Barinn á Hótel Rangá

Ég fékk mér einn og viðbrögðin létu ekki á sér standa.


Ojjbara.................. 15.desember 2011

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 4904
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 1020
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 338565
Samtals gestir: 31726
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 17:36:06