Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

10.12.2011 23:41

Már ÍS 242 x Már GK 142

Ég hef haft það fyrir reglu að skrifa ekki um báta nema ég hafi tekið mynd af viðkomandi bát sjálfur þó myndir hafi einnig verið frá öðrum, en þá er alltaf mynd eftir mig líka.  Það var hún Guðrún Pálsdóttir sem sendi mér tvær myndir af Már ÍS 242 en skipasmiðurinn var Eyjólfur Einarsson í Hafnarfirði.  Það eru nokkrir bátar eftir hann á síðunni minni og því ákvað ég að setja þennan inn líka þó ég ætti ekki mynd af honum sem ég hafi tekið.


5199 Már ÍS 242 x Már GK 142 var smíðaður af Eyjólfi Einarssyni í Hafnarfirði 1973. Eik og fura.  5,08 brl. 50. ha. GMC vél.
Eigendur voru Geir Gíslason og Gísli Guðmundsson, Hafnarfirði, frá 25. september 1973.  Báturinn seldur 17. febrúar 1978 Einari Jónssyni, Flateyri, heitir Már ÍS 242.  Seldur 21. apríl 1980 Einari Gubjartssyni, Flateyri, sama nafn og númer.  Einar setti í bátinn 54 ha. Mitsubishi vél.  Báturinn skáður á Flateyri 1997.

Einar gefur Halldóri Guðbrandssyni bátinn 09.09.2008.  Halldór er nú látinn. 

20. febrúar 2009 tók Teddi myndir af Már ÍS þar sem hann var á Ísafirði, sjá hér http://gretars.123.is/blog/2009/03/23/361296/ .  Á myndinni sést að Már er frekar þreyttur.

Ég hafði samband við hafnarvörðinn á Ísafirði 30.12.2011 til að athuga með afdrif bátsins og hann sagði að báturinn hafi verið brenndur á síðasta ári.  Fór líkast til á áramótabrennuna 2010-2011.  Hann sagði bátinn hafa verið alveg ónýtan og ef einhver hefði viljað gera bátinn upp þá hefði sá hinn sami þurft að smíða nýjan bát, ekkert heillegt í bátnum.

Heimildir: 
Íslensk skip og bátar,1. bindi, bls. 223, Már GK 142.
Munnlegar upplýsingar frá Guðrúnu Pálsdóttur, Flateyri.
Munnlegar upplýsingar frá hafnarverði Ísafirði, um endalok bátsins.


Már ÍS 242.  Ljósmynd Guðrún Pálsdóttir

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 52
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 262
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 3153372
Samtals gestir: 237039
Tölur uppfærðar: 27.5.2020 04:52:12