Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

09.10.2011 22:17

Gosi ÞH 9

Hér er einn gamall frá Húsavík, Gosi ÞH 9.  Biggi Lúlla stendur í hurðinni á stýrishúsinu.

Í Íslensk skip, bátar 1. bindi, bls. 153 kemur eftirfarandi fram.
Smíðaður á Akureyri 1963.  Eik og fura.  3 brl. 14 ha. Sabb vél.  Eigandi Bjarni Þorvaldsson Akureyri, frá 27. september 1963.  Báturinn hét Rúna EA 41, 5432.  Bjarni seldi bátinn 5. júní 1968 Steingrími Árnasyni Húsavík, hét Palli ÞH 9.  Seldur 4. febrúar 1971 Birgi Lúðvíkssyni Húsavík.  Báturinn hét Gosi ÞH 9 og er skráður á Húsavík 1997.

Ég man vel eftir Bigga Lúlla á þessum bát.  Áhuginn lá að vísu ekki í bátum á þeim tíma, en ég vann þó neðan við bakkann og sá alla þessa báta.  Man ekki hvenær ég tók þessa mynd en það getur verið að ég geti fundið það út og þá set ég það hér inn.


5432 Gosi ÞH 9, Húsavík.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 454
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 1021
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 311859
Samtals gestir: 29928
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 08:41:36