Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

05.10.2011 21:40

Freydís SH 18, 5808

Myndaði Freydísi á bátadögum 2011, 02. júlí 2011, en þá var farið í hópsiglingu úr Stykkishólmi í Rúfeyjar og Rauðseyjar á Breiðafriði.  Í fyrstu sigldu karlarnir í hringi svo hægt væri að mynda þá.  En hvað veit ég um Freydísi:


5808 Freydís SH 18 ex Freydís NS 42.
Smíði nr. 445 frá Bátalóni 1977 í Hafnarfirði 1977.  Eik og fura.  3,61 brl. 30. ha. Sabb vél.  Eigandi Stefnir Einar Magnússon, Bakkafirði, frá 17. mars 1977.  Báturinn er skráður á Bakkafirði 1997.
Stefnir Einar mun síðan hafa látið frænda sinn fá bátinn, en sá átti bátinn stutt.  Næst eignaðist Benedikt frá Eyjum á Ströndum bátinn.  Þórarinn Sighvatsson er eigandi bátsins í dag og fékk hann bátinn frá Benedikt. 


Freydís SH 18, Stykkishólmur 02. júlí 2011

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 80
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 262
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 3153400
Samtals gestir: 237042
Tölur uppfærðar: 27.5.2020 05:22:50