Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

16.09.2011 22:04

Framfari frá Löndum

Á göngu minni um hafnarsvæðið á Húsavík rak ég augun í hann þennan, Framfari frá Löndum.  Á víðnetinu sló ég inn nafninu og datt inn á aba.is.  Þar má finna allt um bátinn og ég tók mér leyfi til að setja þá frásögn hér inn

Um bátasmiðinn segir Árni Björn m.a.:
Þorgrímur Hermannsson, Hofsósi.            ( 1906 - 1998 )
Þorgrímur Hermannsson var sjálfmenntaður í skipasmíðum. Hann stundaði útgerð frá Hofsósi yfir sumarmánuðina en notaði veturna til smíða.
Í upphafi smíðaferils síns annaðist hann viðgerðir á bátum en fór í framhaldi af því að fást við nýsmíðar. Báta sína byggði Þorgrímur í gömlu rafstöðinni á Hofsósi og uppi á lofti í samkomuhúsi staðarins, Skjaldborg.

Sæfaxi SK-80. 
Stærð: 3,25 brl. Smíðaár 1960. Fura og eik. Súðbyrðingur.
Afturbyggð trilla með lúkar.
Smíðaður fyrir Steinþór Jónsson, Barða Steinþórsson og Jón Steinþórsson, Hofsósi og áttu þeir bátinn í sex ár en seldu hann þá til Grímseyjar þar sem hann fékk nafnið Sæfaxi EA-56.
Nafngiftina á bátnum má rekja til þess að bræðurnir Steinþór og Geirmundur Jónssynir áttu lengi bát, sem Kristján Þorsteinsson, Naustum á Höfðaströnd smíðaði og hét sá Sæver SK-35 og er fyrrihluti nafnsins þaðan ættaður. Seinnihluti nafnsins er komið frá hestinum Faxa, sem þjónaði búi þeirra bræðra að Grafargerði og var í miklu uppáhaldi hjá öllu heimilisfólki.
Ekki er nákvæmlega vitað hvað á dag bátsins dreif eftir að hann fór frá Grímsey né hvað hann hafði langan stans í eyjunni. Sennilegast er þó að frá Grímsey hafi hann farið beint austur fyrir land til Kristjáns Þorsteinssonar frá Löndum í Stöðvarfirði. Hjá Kristjáni hét báturinn Framfari SU.
Árið 2010 var bátinn að finna í Sandgerðisbót á Akureyri en úr höfninni sigldi hann þetta ár til Húsavíkur þar sem hann er nú staðsettur.
Báturinn mynnist enn við dætur Ránar og heitir nú "Framfari frá Löndum" og eru eigendur bræðurnir Guðmundur og Halldór Guðmundssynir og Björn Axelsson, Akureyri.
Einn af fyrstu eigendum bátsins Barði Steinþórsson hefur staðfest að "Framfari frá Löndum" sé sami bátur og Sæfari SK-80.
Sama sinnis er Vilhjálmur Geirmundsson, sem eitt sinn var skipsverji á Sæfara en býr nú að Eyri í Sandgerðisbót á Akureyri og hefur bátinn daglega fyrir augunum.
Ef huganum er rennt að nafngiftinni "Framfari frá Löndum" þá ætti hún ein og sér að duga bátnum til siglinga um öll heimsins höf.
Heimildir: 
Hjalti Gíslason, Hofsósi.  Vilhjálmur Geirmundsson, Akureyri. Barði Steinþórsson, Sauðárkróki. Elís P. Sigurðsson, Akureyri.


Framfari frá Löndum, Húsavík 21. júlí 2011

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 370
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 1021
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 311775
Samtals gestir: 29924
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 07:15:19