Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

04.09.2011 14:37

Klettur

Sá þennan á bryggjunni í Hafnarfirði.  Sá að hann var frekar illa farinn.  Þessi nefur verið með húsi og er það um borð í bátnum samantekið.  Á húsinu má sjá nafnið Klettur.  Ég geri því ráð fyrir að þessi heiti Klettur.

Varðandi Klett þá er ég búin að finna út að þetta er báturinn sem var notaður í kvikmyndinni Eldfjall.  Fann nokkrar myndir á vefnum sem ég setti inn.  Fyrst sendi Teddi mér mynd úr auglýsingu þar sem Klettur lýtur nokkuð vel út.  Svo sá ég myndina á síðu Jóns Páls og þá áttaði ég mig á hvaða bátur þetta væri, þetta er báturinn sem notaður var í kvikmyndinni Eldfjall.  Nánar um sögu bátsins veit ég ekki en það kemur vonandi fljótlega.

Er einhver sem getur hjálpað mér með þennan ....................................

Fékk þessar upplýsingar frá núverandi eiganda bátsins, Páli Stefánssyni.
Þessi bátur var í Keflavík í kringum 1985 með ónýtri Guldner bensínvél.  Hafsteinn Guðmundsson á Hólmavík kaupir hann þá og setur í bátin 12 hö.Yanmarvél.  Um 1990 kaupir Sigurður Pétursson í Grundarfirði bátinn og hét hann þá Vísir, síðan eignast Kalli í Tröð bátinn, svo Daníel Jónsson í Ólafsvík.  Daníel selur bátinn til flugmanns í Borgarnesi og bar hann þá nafnið Vísir. Ég veit ekki meira um bátinn.  Ég keypti þennan bát í september í haust (2011) og er að gera hann upp. Gaman væri ef einhver vissi meira um sögu hans. 


Klettur.  Hafnarfjörður 04. september 2011


Klettur.


Mynd sem Teddi sendi mér og hann hafði séð í auglýsingu.  Klettur.


Mynd af síðu Jóns Páls.  Klettur var notaður í kvikmynd.  Af síðu Jóns Páls.


Klettur í kvikmyndinni Eldfjall.  Af vef Tímans.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 270
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 1021
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 311675
Samtals gestir: 29919
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 05:26:27