Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

20.08.2011 14:14

Hanna ST 49 fór á flot

Klukkan 11:07 í morgun var Hanna ST 49 sett á flot.  Þá var búið að setja vélina í gang og prófa hana aðeins.  Allt virtist í lagi, fyrir utan að eitt rör brotnaði en því var kippt í liðinn.  Eftir að báturinn fór á flot var siglt inn um makrílstorfur og þá mættu tveir góðir á staðinn, Jón Ragnar á Svölunni og annar sem ég þekki engin deili á.

Helstu niðurstöður eru þær að enginn leki fannst á Hönnu og því má líklega segja að viðgerðin hafi tekist mjög vel.  Svo kipptur þeir honum upp aftur til að klára fíniseringar.  Einhvern næstu daga mun síðan Hilmar fara með Hönnu sína norður í Gjögur. 

Hilmar til hamingju með Hönnuna þína.  Glæsilegur bátur á sjó og ekki annað að sjá en nýja vélin komi til með að koma Hönnunni vel áfram.

Nú hef ég fylgt Hönnu nokkurn tíma, frá 03. mars 2011 og er þetta fyrsti báturinn sem ég fylgi eftir þetta lengi og eina sem mér finnst vanta er að fara að Gjögri þegar Hanna er komin þangað og mynda hana þar.  Þá yrði þetta fullkomnað held ég.  Eftir því sem mér skildist á Hilmari þá er þetta um 13 mánaða tími sem þessi viðgerð tók, eða frá því Hanna kom á viðgerðarstað og þar til hún var sjósett í dag 20. ágúst 2011.  Hér eru nokkrar myndir af Hönnu, margar fleiri myndir í albúmi og þá gæti ykkur þótt gaman að lesa dagbókina sem ég hélt á meðan ég fylgdist með Hönnu.  Ef þið smellið á nafn Hönnu hér á hægri spássíðu þá fáiði upp dagbókina sem ég hélt.


Hanna ST 49, Reykjavík 20. ágúst 2011


Titanic-fílingurinn hans Hilmars.  Reykjavík 20. ágúst 2011


Svo tók Hanna þátt í Reykjavíkurmaraþoninu.  Reykjavík 20. ágúst 2011


Svona leit Hanna út á fyrstu myndinni sem ég tók af henni, 03. mars 2011


9806 Hanna ST 49 frá Gjögri í dag 20. ágúst 2011

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 216
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 253
Gestir í gær: 48
Samtals flettingar: 2889969
Samtals gestir: 219759
Tölur uppfærðar: 23.7.2019 13:26:31