Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

05.07.2011 22:12

Hneikslaður

Ég er hneikslaður.  Ég ætla því að brjóta svolítið mína eigin reglu og segja hvað mér finnst um fréttafluttning hér á þessu skeri okkar.  Ég hef það fyrir reglu að reyna að vera ekki með nein leiðindi en núna verð ég.

Dagana 25. júní - 4. júlí hafa verið í gangi Special Olympics í Aþenu Grikklandi.  Þarna hafa krakkar frá Íslandi verið að keppa og staðið sig frábærlega.  Þau eru að koma heim í kvöld hlaðin verðlaunum.

  
Merki og lukkudýr leikanna

Það sem ég er hneikslaður yfir eru fréttir af þessari keppni.  Ég man eftir einni lítilli frétt um að hópurinn væri að fara á Special Olympics.  Ekkert annað.  Ég veit ekki hvað það er við fréttamenn á íslandi, blöð, sjónvarp, útvarp.  Af hverju ekki að fylgjast með þessum íþróttaviðburði eins og öllum öðrum?  Er það vegna þess að þessir krakkar eru fatlaðir?  Er fólk dregið í dilka?  Höfum það hugfast að það er sama í hvaða íþróttagrein er keppt, í þeim öllum eru menn að keppa við jafnoka sína. 

Síðast var það silfur í handbolta á ólympíuleikum og þeir fengu fálkaorðina fyrir. 
En hvernig er það með krakkana á Special Olympics.  Ég fann síðu með verðlaunin hjá Íslanska liðinu en ég veit að þetta er ekki allt, verðlaunin eru á þessa leið: 17 gull, 17 silfur, 22 brons - samtals 56 verðlaun.  Þess má geta að flest þessi verlaun eru fyrir einstaklingsgreinar.  Þá vann íslanska liðið silfur í sjö manna fótbolta, þau eru ekki í þessari tölu.
Nú bíð ég eftir því að allir þessir krakkar fái fálkaorðuna eins og handboltaliðið okkar sem vann silfur.  Af hverju ekki þessi hópur eins og þeir?

Hér á þessari slóð getiði séð alla keppendurna og verðalunin sem þeir fengu - http://www.athens2011.org/en/soi-results.asp
Hér getiði séð ljósmyndir frá Special Olympics 2011 - http://if.123.is/home/

Af hverju er ég að tuða þetta?  Jú, við þekkjum eina sunddrottninguna, Elsu Sigvaldadóttur.  Hún kemur heim með gull, silfur og tvö brons.  Frábær árangur hjá henni og við erum stolt að þekkja hana.  Við höfum aðeins fylgst með í gegnum heimasíðu Special lympics


Elsa stingur sér til sunds í Aþenu.  Mynd úr myndasafni Íþróttasamband fatlaðra.

Ekki meira í bili.  Vona að þið fyrirgefið þetta en mér fannst ég þurfa að koma þessu frá mér.  Þó fáir skoði þessa síðu mína þá er spurning hvort þetta vekur einhverja umræðu.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 2073
Gestir í dag: 79
Flettingar í gær: 1314
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 365279
Samtals gestir: 34981
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 22:35:32