Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

03.07.2011 02:33

Bátadagar 2011

Kominn úr sumarfríi og nú er eitthvað efni sem ég hef til að setja inn.  Byrjum á Bátadögum 2011 sem haldnir eru þessa helgina, 2. - 3. júlí 2011.

Kom úr Flatey á Breiðafirði á föstudagskvöldið og var því staddur í Stykkishólmi þegar Bátadagar 2011 hófust.  Hópur báta, eða sex talsins lögðu af stað klukkan rúmlega 09:00 þann 02. júlí áleiðis í Rauðseyjar og Rúfeyjar.  Einn fylgdarbátur var með í hópnum.  Hér fyrir neðan má sjá alla bátana áður en þeir lögðu af stað í átt að Rauðseyjum og Rúfeyjum.  Öllum bátum siglt fyrir eigin vélarafli nema Farsæll sem er án vélar og var hann hafður í spotta aftan í Freydísi. 

Ef við skoðum þetta aðeins nánar þá var meiningin að sigla frá Stykkishólmi og Reykhólum og ætluðu hóparnir að mætast við Rúfeyjar og Rauðseyjar.  Eftir því sem ég heyrði þá voru menn við Reykhóla eitthvað efins en talsverður vindur og sjógangur var þar.  Smá vindur var í Stykkishólmi en spáin sagði að það myndi lægja og það varð raunin. Eftir að skipstjórarnir höfðu siglt nokkra hringi fyrir ljósmyndarana sem voru á staðnum sigldu þeir af stað til R-R-eyjanna um klukkan 09:15.

Ég ætla að reyna að segja hverjir hafi verið í áhöfn bátanna að einhverju leiti.
Rúna ÍS, þar var skipstjóri Gunnlaugur Valdimarsson og háseti var Gunnar Th. eða Teddi eins og margir þekkja hann.  Teddi er ekki óvanur en hann er skipstjóri og eigandi á Stakkanesinu.
Þytur, skipstjóri og eigandi bátsins er Þórarinn Sighvatsson.
Farsæll, þar var engin skipstjóri.  Eigandi Farsæls er Þórarinn Sighvatsson en það var Gunnlaugur Valdimarsson sem smóðaði Farsæl þegar hann var um 19. ára gamall.  Það var Þórarinn sem hafði Farsæl í togi.
Bjargfýlingur, þar voru tveir í áhöfn en báðir munu þeir heita Ólafur Gíslason.  Ég get alla vegna sagt að skipstjórinn hafi heitið Ólafur Gíslason.  Bjargfýlingur hafði gúmmíbát í togi.
Freydís SH, skipstjóri Þórður Sighvatsson.  Aftan í Freydísi var Farsæll.
Gustur SH, þar voru m.a. í áhöfn Sigurður Bergsveinsson, Guðlaugur Þór Pálsson, Freyja Bergsveinsdóttir og fleiri.  Aftan í Gusti hékk svo léttabátur.

Fæ vonandi upplýsingar um hverjir hafi svo komið frá Reykhólum og mun þá bæta því inní.


Rúna ÍS


Þytur


Farsæll


Bjargfýlingur


Freydís SH


Gustur SH


Hópurinn lagður af stað.


Fleygur fylgdi hópnum.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 88
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 2191
Gestir í gær: 81
Samtals flettingar: 365485
Samtals gestir: 34986
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 01:00:29