Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

14.06.2011 17:43

Stýri eða stél ?

Svala er bátur sem Jón Ragnar Daðason hefur verið að gera upp.  Hann varð fyrir því um daginn þegar hann sigldi Svölunni að stýrið brotnaði.  Þar sem báturinn heitir Svalan þá velti ég því fyrir mér hvort Svöluna vantaði stýri eða "stél".
Hvað sem því líður þá er Jón Ragnar nú að smíða nýtt stýri og ætlaði hann að smíða það eitthvað sterkara en það gamla var.  Hann er langt kominn með endursmíðina á stýrinu og mun setja það á Svöluna strax og smíðinni er lokið.  Jón Ragnar hefur svo hug á að vera á Svölunni á Bátadögum 2011 og sigla frá Stykkishólmi. 
Hér fyrir neðan má sjá Jón Ragnar með stýrið í smíðabekknum að ræða við Hafliða lærimeistara sinn.  Miklar mælingar og pælingar eru við svona smíði svo vel eigi að takast til.


Hafliði meistari leiðbeinir Jóni Ragnari lærlingi.  Nýja stýrið í síðum. 14. júní 2011


Gamla stýrið af Svölunni.  14. júní 2011

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 282
Gestir í dag: 113
Flettingar í gær: 282
Gestir í gær: 133
Samtals flettingar: 3434242
Samtals gestir: 272016
Tölur uppfærðar: 14.4.2021 19:25:51