Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

26.02.2011 01:56

5057 Orion

Orion X Hamar SH hefur staðið við Kópavogshöfn.  Ég smellti einni mynd af honum þar sem hann stóð á hafnarbakkanum. 

Það mun hafa verið Þráinn Arthúrsson sem gerði upp trébátinn Orion sem að er 4,5 tonn smiðaður í Bátasmiðastöð Breiðfirðinga árið 1955.  Fyrsta vél i þessum bát var af gerðinni Polyter og var aðeins 10 hp. Árið 1975 var sett í bátinn Volvo Penta og aftur var skipt um vél 1980 og þá sett Sabb 30 hp.

Mjög skemmtileg umfjöllun er hér http://blogg.visir.is/tengill/2008/04/09/hamar/ þar sem Gunnar Th. slær á takkaborðið og lýsir helstu breytingum á bátnum.
Hér má sjá myndir af Orion http://thorgeirbald.123.is/blog/record/409156/

Í Íslensk skip, bátar eftir Jón Björnsson, bók 3 bls. 150 er sagt um þennan bát.
Smíðaður í Hafnarfirði 1955.  Eik og fura.  3,8 brl. 20. ha. Sabb vél 1980.
Eigandi Sigurður S. Sigurjónsson og Guðmundur Sigurðsson, Hellissandi, frá 18. júlí 1961, þegar báturinn var fyrst skráður.  Frá 19. mars 1969 var skráður eigandi Guðmundur S. Sigurjónsson, Hellissandi.  Seldur 15. júní 1989 Pétri Sigurjónssyni í Grundarfirði.  Báturinn hét Hamar SH 18 og var skráður í Grundarfirði 1997.  Hamar var einnig SH 170, hvort það var á undan eða eftir veit ég ekki.


Orion, Kópavogur 20. febrúar 2011

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 554
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 1217
Gestir í gær: 174
Samtals flettingar: 354915
Samtals gestir: 34168
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 04:13:04