Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

12.02.2011 13:10

Fornmynjar eða hvað!

Ég hef verið svo heppinn að fá að njóta þess núna síðustu árin að einn vinnufélagi minn hefur dregið mig með sér að skoða áhugaverða staði hér á höfuðborgarsvæðinu.  Þetta eru staðir sem sumir myndi kalla fornmynjar meðan aðrir, oft á tíðum ráðamenn, myndu líklega kalla þetta drasl eða eitthvað í þá veruna sem væri fyrir framförum.  Þessir staðir eru hér rétt við hendina og finnst mér það forréttindi að hafa fengið að sjá þá.  Nú er bara spurningin hversu lengi fá menn að njóta þessa.  Þetta er hluti af sögu okkar og menningu.  Ég er ekki sá fyrsti sem skrifa um þetta enda ætla ég ekki að skrifa mikið heldur vísa í þá sem hafa skrifað.  Við skulum sjá tvo af þessum stöðum!


Kjarvalsklettur.  Ljósmynd Rikki R,  28. janúar 2010

Hér er ljósmynd sem tekin er og lýtur nánast eins út og eitt af málverkum Kjarvals.  Eitt af því sem sjá má á þessum stað er m.a. sá staður þar sem Kjarval hreinsaði penslana sína en það gerði hann alltaf á sama staðnum.  Þessi staður er merkilegur að mínu viti en eins og fyrr segir þá er þessi staður kanski bara fyrir framförum og stækkun byggðar.  Íslenskir ráðamenn telja Jóhannes Kjarval merkismann. Það er greinilegt því andlit hans var sett á 2000 króna seðilinn honum til heiðurs.  Það er samt greinilega ekki er talin ástæða til að verja Kjarvalsklett, má greinilega riðja því um koll.  Glöggir munu sjá að í vinstra horninu uppi er íbúðarhús og það er ekki nema í um 400 metra fjarlægð frá þessum stað og leggja á veg þarna og spurning hvort hann fer ekki yfir þetta svæði. Meira um þetta má lesa hér, http://www.ferlir.is/?id=8179 á síðu Ferlis og hér http://www.hraunavinir.net/2009/06/kjarvalsreitur/#more-146 á síðu Hraunavina.
Til gamans má benda á slóð þar sem hægt er að sjá allt um skipulag nýs Álftanesvegar, sjá hér http://www.mannvit.is/Mataumhverfisahrifum/Matsskyrslur/Sjananar/23 þarna eru loftmyndir og fleira.


Járnbraut á Íslandi.  Ljósmynd Rikki R, 13. janúar 2010

Nú lýg ég því sem í mig var logið.  Hér má sjá að búið er að hlaða upp í mikla hraungjótu og jafna úr.  Þarna átti að leggja járnbraut.  Ég ætla ekki að segja meira um það en set hér inn þrjár slóðir þar sem skrifað hefur verið um þetta, njótið vel. 
Meira um þetta hér http://www.hraunavinir.net/2010/11/vegurinn-sem-aldrei-var%c3%b0/ Hraunavinir
Meira hér: http://blogg.visir.is/tengill/2007/11/25/2511%C2%B407/ á síðu Gunnar TH.
Einnig hér : http://ferlir.is/?id=6658 á síðu Ferlis.

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra en vona að einhverjir hafi gaman af.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 556
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 295
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 344997
Samtals gestir: 31964
Tölur uppfærðar: 1.5.2024 23:58:01