Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

04.01.2011 23:16

Fuglar í Stykkishólmshöfn

Um jólin þá var mikið fuglalíf í Stykkishólmshöfn.  Líklega hefur höfnin verið full af síld þó ég hafi nú ekki kíkt sérstaklega eftir því.  Sá þó eina æðarkollu með einhvern fisk og sporðrenna honum snarlega.  Helstu tegundir voru toppskarfar um 15 inni í höfninni og tugir utan við hana, slatti af hvítmáfar, nokkrir bjartmáfar, 1 hettumáfur, talsvert af æðarfugli, nokkrir sendlingar, nokkrir hrafnar svifu yfir og um 30 teistur.  Hef aldrei séð eins margar teistur inni í höfninni í einu.  Ræddi við einn Hólmara sem sagði það sama.  Hér er ein mynd af teisum sem ég náði.  Birtan var nú ekki til að hrópa húrra yfir en læt þessa samt hér svona til staðfestingar.


10 teistur í Stykkishólmshöfn 25.12.2010

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 133
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 620
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 344279
Samtals gestir: 31939
Tölur uppfærðar: 30.4.2024 12:54:22