Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

14.11.2010 23:03

Löndun í Hafnarjarðarhöfn

Þegar ég kíkti í Hafnarfjarðarhöfn seinnipartinn þá voru tveir bátar við löndunarkranann.  Kristján ÍS 110 var að landa og Dúddi Gísla GK 48 var að koma inn til löndunar og þurfti að bíða aðeins.  Aflinn hjá báðum bátum var aðallega ýsa, en þeir á Kristjáni vildu meina að þetta væru um 3,5 tonn hjá þeim en karlarnir á Dúdda Gísla vildu meina að þetta væri um 3 tonn gæti farið aðeins uppfyrir það.  Smellið á myndirnar þá opnast myndaalbúmið með slatta af myndum frá löndununum.


2783 Kristján ÍS 110 við löndun.  Hafnarfjarðarhöfn 14. nóvember 2010


Aflinn úr Kristjáni var um 3,5 tonn, allt Ýsa.  Hafnarfjarðarhöfn 14. nóvember 2010


Landað úr Dúdda Gísla.  Hafnarfjörður 14. nóvember 2010


Aflinn var um 3 tonn hjá Dúdda Gísla, aðallega Ýsa.  Hafnarfjörður 14. nóvember 2010


Ýsunni hellt milli kara.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 553
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 1020
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 334214
Samtals gestir: 31696
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 09:23:16