Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

31.10.2010 18:42

Bókfinka

Ég skrapp í fuglaskoðun í dag og ætlaði mér að ná nokkrum myndum.  Ég náði myndum en þær verða ekki til sýnis vegna lélegra gæða.  Ég fór í Þorbjörn við Grindavík.  Þar var mikið fuglalíf.  Rétt eftir að ég mætti á staðinn kom þangað undur strákur, Anton Ísak Óskarsson 14 ára.  Hann hefur mikinn áhuga á fuglaljósmyndum og ég verð að segja eftir að hafa skoðað Flickr síðuna hans að hann er talsvert góður.  Við sáum eina bókfinku, alla vegna fjóra gransöngvara og þá var mikill fjöldi glókolla á sveimi.  Af íslenskum fuglum má nefna, auðnutittlinga, skógarþresti, músarrindla og ekki má gleyma svarþrastarkerlingu.  Ég leyfði mér að taka eina mynd af Flickr síðu Antons, af bókfinkunni sem við sáum.  Ef þið smellið á myndina þá fariði beint inná Flickr síðuna hans.  Þá hef ég sett slóð inná síðuna hans á forsíðunni minni, til hægri.  Vona að mér fyrirgefist að stela þessari mynd frá honum en hún er merkt honum, nafn hans sett neðan við myndina, linkað á síðuna hans o.fl.  Ég er ekki vanur að setja inn myndir eftir aðra nema í undantekningartilfellum og þá yfirleitt með leyfi, en ekki núna.  Ég tók þessa í leyfisleysi og viðurkenni það hér.  En endilega kíkið á síðuna hans Antons og kíkið á fuglana hans.


Bókfinka.  Myndina tók Anton ísak Óskarsson 31. október 2010 í Þorbirni við Grindavík.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 1647
Gestir í dag: 73
Flettingar í gær: 1314
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 364853
Samtals gestir: 34975
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 17:55:56