Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

25.10.2010 21:18

Bátslíkön

Leita að bátslíkönum eftir Kristján Sveinsson, f.1870 d.1960,        
frá Bjarneyjum á
Breiðafirði.


Kristján Sveinsson með einn af bátum sínum
 

Kristján, sem var alinn upp í Skáleyjum, var bóndi í Bjarneyjum á Breiðafirði 1900-1927 en lengst af var hann aflasæll sjómaður og skytta við Breiðafjörð og á Patreksfirði. Hann var á efri árum afkastamikill við smíði á líkönum eftir breiðfirskum súðbyrðingum.

Kristján bjó frá 1940-1960 á Patreksfirði og smíðaði þar nokkra báta. Dóttir Kristján, Jófríður, bjó á Bergsstaðastræti 63 í Reykjavík og þegar Kristján heimsótti hana hafði hann gjarnan með sér báta sem hann seldi í Reykjavík. Það er því vitað að allnokkrir bátar munu vera til eftir Kristján. Bátarnir sem til eru, eru frá 40 cm og allt að 130 cm langir.


Afkomendur Kristjáns, sem vinna nú að skráningu bátana ásamt því að mynda þá og mæla hafa áhuga á að komast í samband við aðila sem eiga eða vita um líkön smíðuðum af Kristjáni.

Einnig er hægt að útvega aðstoð kunnáttumanna við að endurbæta bátana ef þess er þörf.

Þeir sem upplýsingar geta veitt eru beðnir að hafa samband við Sigurð Bergsveinsson í síma

893-9787 eða með því að senda tölvupóst á póstfangið sberg@isholf.is

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 37
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 2191
Gestir í gær: 81
Samtals flettingar: 365434
Samtals gestir: 34985
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 00:21:01