Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

18.10.2010 23:38

Meira haust

Er ekki tilbúinn til að leggja árar í bát með haustmyndir.  Kíkti í gamla kirkjugarðinn í Hafnarfirði.  Laufin voru að mestu fallin og fuglarnir höfðu slitið reyniberin af og lágu þau víða.  Þótt um kirkjugarð sé að ræða þá var lífið í honum ótrúlegt, tugið skógarþrasta og nokkrir svartþrestir voru þarna.  Ég hins vegar var ekki að eltast við fuglana í þetta skipti heldur haustið.  Myndirnar sem út úr þessu komu voru misgóðar en setti inn nokkrar í albúm.  Hér eru þrjár sem sýna aðeins hvernig þetta var.


Laufin hylja gangstíginn.


Litur var enn á laufum birkikvistsins.


Gömul lauf og reyniber í bland.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 37
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 3493
Gestir í gær: 1157
Samtals flettingar: 592430
Samtals gestir: 47806
Tölur uppfærðar: 21.9.2024 00:12:30