Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

13.05.2010 01:14

Mikið að gera hjá Elínu Hönnu

Skólaslit í Allegro Suzuki tónlistarskólanum voru í gær, 12. maí 2010 í Langholtskirkju.  Mikill fjöldi krakka kom fram og spiluðu á lokateinleikum.  Hóparnir spiluðu m.a. á selló, píanó og fiðlur.  Krakkarnir sem koma fram eru komin mislangt í náminu og í fiðlunni er því þannig komið fyrir að þau sem eru lengst komin spila fyrst, síðan bætist alltaf við þar til fiðlukrakkarnir voru orðnir um 60 sem spiluðu öll saman.  Hljómurinn var hreint út sagt frábær og spilamennskan flott.  En eins og áður hefur komið fram hefur verið nóg að gera hjá Elínu Hönnu í tónlistinni, vikutónleikar með Sinfoníuhljómsveit Íslands fyrir stuttu síðan, grunnpróf í fiðlu, grunnpróf í tónfræði og tónheyrn, útskrift úr fjórðu bók og núna þessir lokatónleikar.  Þá má ekki gleyma öllum æfingunum fyrir þessa dagskrá hennar.  Þá hefur hún að auki verið í prófum í skólanum sínum svo nóg hefur verið að gera.  Nú sér fyrir endann á þessu og er það af hinu góða.


Elín Hanna á lokatónleikum í Allegro Suzukitónlistarskólanum 12. maí 2010
Fídel, Elín Hanna og Ragnar


Þetta eru eldri krakkarnir að spila, frábær hópur


Svo bættist bara við

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 1147
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 1020
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 334808
Samtals gestir: 31698
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 10:11:38