Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

04.04.2010 16:14

Bátar í Stykkishólmi

Var í Stykkishólmi og tók slatta af myndum.  Sá nokkuð sem ég hef aldrei séð áður.  Leiðinda sjór var og greinilegt að þeir á Ingibjörgu SH 177 þurftu á sjóinn, líklega til Ólafsvíkur.  Baldur fór síðan af stað í sína ferð til Flateyjar og Brjálslækjar og þá var Ingibjörgu siglt afturundir Baldur og í kjalsogi hans.  Ég sá þegar Ingibjörg var að sigla á eftir Baldri þá gékk sjór vel yfir bátinn.  Ég man aldrei eftir að hafa séð svona aðfarir áður og fannst þetta því nokkuð merkilegt.  Myndir af þessu í albúmi.  Hér má sjá þrjár myndir af Ingibjörgu á leið á sjóinn.

Leiðrétting:  Fékk ábendingu um að þessi Ingibjörg væri SH 177 samkvæmt nýrri skráningu en ekki 174 eins og stendur á henni.  Ingibjörg hafi verið seld nýlega, eigandi væri Útgerðarfélagði Djúpey ehf, en það er skráð í Flatey á Breiðafirði.  Það er komin ný Ingibjörg sem ber SH 174. 


2178 Ingibjörg SH 177 leggur úr höfn.  Stykkishólmur 01. apríl 2010


Ingibjörg fer á eftir Baldri.  Stykkishólmur 01. apríl 2010


Þar sem leiðinda veður var þá sigldu þeir í kjalsoginu á Baldri, þar var logn. 
Stykkishólmur 01. apríl 2010

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 933
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 556
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 345930
Samtals gestir: 31984
Tölur uppfærðar: 2.5.2024 15:48:06