Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

21.03.2010 01:20

Sigling 2010, myndir komnar inn

Við hjónin skruppum í smá ferðalag 05.-18. mars 2010.  Ferðin hófst í Orlanda Florida þar sem við dvöldum á Florida Hotel.  Þann 08. mars fórum við svo um borð í Freedom of the Seas, skemmtiferðaskip og sigldum kringum Kúbu.  Þ.e.a.s. fyrst fórum við í land á Labadee Haiti, því næst Ocho Rios Jamaika, svo Geoge Town Grand Gayman og loks Cosumel Mexikó.  Þaðan fórum við svo aftur til Orlando og vorum þrjá daga á Florida Hótel.  Þessi ferð var einu orði sagt frábær.  Við vorum 23 með fararstjóranum henni Lilju sem var eins og ungamamma, passaði uppá ungana sína allan tímann.  Þessi 23 manna hópur náði vel saman og það gerði ferðina ennþá betri.  Nú eru myndirnar komnar inn og fyrir þá sem ekki kunna þetta þá er best að smella á myndaalbúm efst á síðunni, þar koma nýjustu albúmin og smella bara á það sem þið viljið skoða.  Kæru ferðafélagar svo er endilega að kvitta fyrir sig svo ég sjái hverjir ykkar hafa skoðað.  Takk fyrir frábæra ferð.  Þrjár myndir af skipinu.  Gefið ykkur góðan tíma til að skoða þetta.


Freedom of the Seas, næst stærsta skemmtiferðaskip í heimi.


Göngugatan um borð í skipinu, verslanir og veitingastaðir um allt.


Surfing um borð í skipinu.  Karlinn lét aðra um þessa iðju.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 1053
Gestir í dag: 144
Flettingar í gær: 793
Gestir í gær: 177
Samtals flettingar: 354197
Samtals gestir: 34109
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 20:10:30