Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

08.08.2009 14:09

Nútíminn í Flatey

Það er af sem áður var.  Fyrir fáum árum síðan þá var varla hægt að hringja úr gsm síma í Flatey.  Þurfti að hafa mikið fyrir því að ná sambandi og var haft á orði að besti staðurinn væri í kirkjugarðinum, ofan á einhverju leiðin, standandi á öðrum fæti og helst á haus.  Þetta var þó aldrei öruggt og var sjaldan hægt að hringja tvisvar á saman stað.  Á þessum tíma vorum við ekkert að hafa fyrir því að hafa símana mikið við höndina en ef nausynlega þurfti að ná þá var leitað eftir símasambandi um allt.

Eftir að kvikmyndin Brúðguminn var tekin upp í Flatey þá breyttist þetta allt saman.  Þá var sett upp loftnet með gsm sendi og nú er engin friður.  Þegar ég segi "Það er af sem áður var" bendi ég að myndina hér fyrir neðan.  Þegar myndin er tekin voru 19 manns í Bræðraminni í Flatey og aðeins "nokkrir" gsm símar.  Þessi hilla, sem er fyrir ofan gömlu eldavélina, er því orðin n.k. tæknihilla og til gamans má geta að það voru að ég held 2-3 símar í viðbót í húsinu, við þessa sem eru á myndinni.  Við ætluðum sko ekki að vera sambandslaus í Flatey.


Tæknihillan í Bræðraminni.  Flatey 26. júlí 2009

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 303
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 1021
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 311708
Samtals gestir: 29920
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 06:11:05