Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

10.06.2009 12:12

Breytingar á Húsavík

Hér eru tvær myndir þar sem sjá má í þessi þrjú hús, Hallanda, Hliðskjálf og Móberg.  Á fyrstu myndinni má sjá Hallanda, Hliðskjálf og Móberg, þá sér í Dvergastein ofan við Hallanda.  Skúrarnir þarna á myndinni, talið frá vinstri, Sören Einars átti fyrsta skúrinn, næst kemur skúr sem var í eigu útgerðarinnar Andvara.  Í bilinu milli þessara skúra var skúr sem kveikt var í en ekki man ég hver átti hann.  Lengjan sem þarna sést var skipt upp í þrjú bil, Geir í Móbergi átti tvö bil og var þar með kindur og Hjalli T var með eitt bil þar sem hann beitti m.a.  Hin myndin er nýrri og sjá má miklar breytingar þarna neðan við bakkann.


Hallandi, Hliðskjálf og Móberg.  Myndin tekin 1980+.


Hallandi, Hliðskjálf og Móberg.  Mikill gróður kominn þarna.  15.09.2007

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 109
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 295
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 344550
Samtals gestir: 31950
Tölur uppfærðar: 1.5.2024 02:44:42