Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

10.06.2009 08:32

Stór, stærri, stærstur!

Þann 24. maí s.l. skrapp ég og tók nokkrar myndir.  Hér má sjá tvær úr þeirri ferð.  Þarna má sjá Hvassafellið á leið til hafnar með fjöldann allan af gámum merktum Hyundai.  Þessi mynd var tekin út á Seltjarnarnesi rétt við Gróttu.  Ég vildi samt að myndin væri þannig að það væri eins og skipið væri úti á regin hafi þó sjá megi í fjöllin þarna á bakvið.  Held að skipstjórinn sé ekki enn farinn að slá af þarna.  Hin myndin er tekin í Hafnarfjarðarhöfn og sýnir Sjóla HF 1.  Skipstjórinn var búinn að fara einn hring um höfnina í rólegheitum og svo tók hann stefnuna út úr höfninni og setti á fulla ferð.  Fleiri myndir í möppu.


Hvassafell á fullri ferð.  24.05.2009.


2649.  Sjóli HF 1 í Hafnarfjarðarhöfn 24.05.2009.


993.  Náttfari.  Skjálfandi 30.05.2009

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 185
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 295
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 344626
Samtals gestir: 31960
Tölur uppfærðar: 1.5.2024 10:12:04