Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

26.02.2009 23:53

Hvernig bátur er þetta?

Tók myndir af þessum báti við Elliðavatn í dag, 26.02.2009.  Ég var þarna við annan mann og við veltum því fyrir okkur hvernig bátur þetta væri.  Nú er spurningin hvort þið getið aðstoðað okkur og sagt okkur hvernig bátur þetta er.
Hér eru fjórar myndir af bátnum.  Í bátnum eru krókar bæði í stefni og skut sem líklega hafa verið til að hífa bátinn upp.  Sjá má að með síðunni að innanverðu er eins og hilla eða bekkur.  Þá virtist okkur sem báturinn væri eins báðum megin, þ.e. báður endar gátu verið stefni.  Báturinn hefur verið vel smíðaður alla vegna er nóg af nöglum og skrúfum við stefnið.  Þá eru litlar lykkjur á síðum bátsins sem sjást m.a. á fyrstu myndinni en fellur svolítið inn í fyrsta grastoppinn hægra megin við bátinn.  Okkur datt í hug einhverskonar björgunarbátur sem hafi hangið á einhverju skipi.  Er einhver sem getur aðstoðað okkur við þennan bát, hvernig bátur er þetta?



Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 553
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 1020
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 334214
Samtals gestir: 31696
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 09:23:16