Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

10.10.2008 10:12

Meira um veðrið

Í síðustu tveimur bloggum hef ég sett inn nokkrar myndir af veðrinu.  Auðvitað eru myndirnar þó ekki af veðrinu sem slíku en það getur spilað stóran þátt í þeim hughrifum sem sá sem skoðar myndina verður fyrir.  Skoðum þetta aðeins nánar. 
Fyrsta myndin hér að neðan er af Reynisdröngum.  Ef horft er á hana sem slíka þá er þessi mynd ekkert sérstök af dröngunum.  Ef þú horfir á hana út frá veðrinu þá sérðu mikla þoku og segja má að þú "finnir" fyrir veðrinu og Reynisdrangar segja þér einfaldlega hvar myndin er tekin. 
Myndin af Bessastaðakirkju.  Þokkaleg mynd, sem slík, af Bessastöðum.  Ef þú tekur veðrið með í reikninginn þá sérðu að þarna er ótrúlega kalt, allt gras hrímað.  Mikið frost og logn, sem sagt mjög fallegt veður og um leið þá horfir maður á alla myndina en ekki bara Bessastaði.  Það geri ég alla vegna.  Þá má líka segja hér að Bessastaðir segja bara hvar myndin er tekin. 
Þegar þú tekur mynd þá er það spurning hverju vildu ná fram, hvaða hughrif viltu fá frá þeim sem skoðar myndina.   Prófaður þetta sjálf/ur.


Þoka í Vík.  Reynisdrangar.


Frost, logn.  Bessastaðir.


Sólsetur á Skógarsandi.  Undir Eyjafjöllum.


Flateyjarkirkja og Snæfellsjökull.


Þessi mynd er tekin aðeins seinna en myndin af Flateyjarkirkju.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 1147
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 1020
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 334808
Samtals gestir: 31698
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 10:11:38